Rismál

Sólstafir

Compositor: Não Disponível

Svarthvítur í huga mér
Alltaf er vetur hér
Hvar eru litir norðursumars
Æskublóm sakleysis?
Eru draumar bernskunnar
Nú uppi dagaðir?
Já erfitt er að halda í
Lífsins sumarnón
Formúlur ljóss ég rita
Í blárri skímunni
Bakkus mér nú býður í
Skuggabræðra boð
Brestur í gömlum þökum
Heyrirðu stormsins nið?
Hjartarætur fylltar kuli
Svo langt í vorboðann
Milli óttu og árs dagsmáls
Sofa mannanna börn
Og mávagarg bergmálar
Yfir reykjavíkurborg

©2003- 2025 lyrics.com.br · Aviso Legal · Política de Privacidade · Fale Conosco desenvolvido por Studio Sol Comunicação Digital